Færsluflokkur: Bloggar
Hvalveiðar sem sportveiðar
21.3.2007 | 12:25
Það er ekkert óeðlilegt að fólk viti ekki í hvorn fótinn það eigi að stíga þegar spurt sé um hvalveiðar. Eigum við að láta erlend náttúruverndarsamtök segja okkur fyrir verkum nú eða hlusta á Bandaríkjamenn. Í mínum huga er það ekki hægt. Aftur á móti verðum við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri erlendis, þó að það áróðursstríð kosti mikla peninga.
Það sem mér finnst ámælisvert er úthlutunin á veiðinni og hvað ákvörðunin fór leynt. Það hefði vel verið hægt að auglýsa eftir umsækjendum að kvótum á hval og meta síðan umsækjendur. Ef menn fara að græða á þessum veiðum verður sama vitleysan í gangi. Allir vilja fá kvóta og bera fyrir sig frasanum um sameign þjóðarinnar.
Ég sé fyrir mér mögulegar veiðar á hval með forríkum sportveiðimönnum. Fyrirkomulagið væri það sama og fílaveiðar í Afríku þar sem þeim er stjórnað.
Ég er sannfærður um að hægt sé að rukka vel fyrir veiðar á stærstu skepnum jarðar og væri hægt að búa til mikla ferðaþjónustu um veiðarnar. Hvað vildu menn borga fyrir að eiga mynd af sér með 7 til 130 tonna hval. Vandinn er að finna nógu stóran krana til að hengja fiskinn upp.
Það að selja kjötið væri síðan sama vandamál og útgerðir standa frammi fyrir í dag.
Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en ríkissjóðs.
20.3.2007 | 16:59
Reykjavíkurborg stefnir að því að greiða niður langtímaskuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kosningar
17.3.2007 | 03:16
Núna er Alþingi að ljúka störfum og kosningar framundan. Við Íslendingar höfum búið við framfaraskeið í 12 ár með sömu ríkisstjórn og miklum breytingum. Breytingarnar hafa meðal annars falist í sölu ríkisfyrirtækja, auknum alþjóðlegum áhrifum og minnkandi áhrifum pólitíkusa og margt miklu fleira.
Núna auglýsa bankar eftir lántakendum, áður áttu menn bankastjóra og hnésterkustu mennirnir eða vinabestu fengu stærstu lánin og græddu mest því verðbólgan borgaði þau.
Fyrr þurfti að fá leyfi til fjárfestinga hjá viðskiptaskrifstofu hjá einum manni í viðskiptaráðuneytinu fyrir gjaldeyri, annar gjaldeyrir var skammtaður eða með skemmtanaskatti eða hvað hann nú hét 15% aukalega. En í dag lesum við af fjárfestingum Íslendinga í erlendum blöðum.
Hvað hefur gerst.
Í dag er það einstaklingurinn sem tekur ákvarðanir fyrir sjálfan sig en ekki 63 sérvaldir snillingar sem veljast eftir loforðum á minn og þinn kostnað og þurfa ekkert sérstaklega að standa við þau. Hagvöxturinn hefur aukist og kemur t.d. frá einstaklingum sem fjárfestu í bjórverksmiðju í útlöndum, keyptu banka og fjárfestu svo í hinu og þessu hér á landi og annarsstaðar og borga í skatt núna á hverju ári nærri meir en bankinn var seldur á.
Ef þú ert með bríllíant hugmynd þá getur þú talað við einhvern snilling sem er í þessum bönkum og hann reddar þér pí grilljónum ef hugmyndin virkar. þú þarft ekki að tala við Steingrím J., Ögmund, Ingibjörgu, Adda K eða einhvern afdankaðan ríkisstarfsmann til að fá gjaldeyrisleyfi. þú talar bara við bankann þinn. Svo græðir þú og bankinn á öllu saman og borgar svo skatt hér á landi.
Aftur á móti geturðu breytt þessu kerfi aftur ef þú vilt ágæti kjósandi. Ef þú vilt breyta til og hætta áherslum á svona fyrirbæri einsog hagvöxt, gróða og útrás þá hefurðu valið. þú getur td. kosið vinstrimennina. þeir vilja skoða stöðuna og hugsa fyrir þig (S) eða þeir sem vilja hætta og segja stopp (VG) og þurfa ekkert að segja meir. Svo er þriðji flokkurinn sem segir bara kvótinn, kvótinn. Við finnum leið. (F).
Staðreyndin er að við búum við velmegun, lúxus sem er einsdæmi meðal ríkja á þessari jarðkringlu og höldum að þetta allt saman sé sjálfgefið, en það er það alls ekki. Ef við t.d. hækkum fjármagnstekjuskattinn um helming fara fyrirtækin úr landi og í land sem eru með lægri skatt á fjármagnstekjur. Engin gróðafyrirtæki eftir, allir farnir einsog blaðra sem springur í afmæli og gestirnir fara.
Enn stefnt að því að ljúka þingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ræður á alþingi
16.3.2007 | 01:00
Sigurjón talaði um handfæraveiðar og það væri ábyrg fiskveiðistefna. Sjávarútvegsráðherra ætti bara leyfa frjálsar veiðar með krókum. það myndi ekki ógna rækjunni neitt. Menn verða að leita leiða til að breyta sjávarútvegnum, Frjálslyndiflokkurinn væri sko með leiðirnar, en menn verða að leita leiða. Og menn þurfa að hugsa ýmislegt en menn verða að leita leiða. Svifið er í sjónum, þetta veit sjávarútvegsráðherra. En Frjálslyndi flokkurinn er með leiðir. það þarf bara leita leiða.
Púff hann er búinn. Loksins.
Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vestfjarðavandinn!
14.3.2007 | 10:57
Eftir fréttir síðustu daga af Vestfjarðavandanum fallast manni hendur. Enn og aftur kemur roka að vestan sem segir að núna verði aðrir að koma með lausnir og peninga.
Það eigi bara að gefa aftur og byrja uppá nýtt. Ég bara spyr myndi það breyta einhverju. Ég held ekki.
Þar sem ég þekkti töluvert til rekstrar fyrirtækis á svæðinu langar mig að taka saman nokkrar staðreyndir um svæðið.
Á svæðinu býr harðduglegt fólk.
Gjöful fiskimið eru útaf Vestfjörðum.
Mikil sérþekking er á svæðinu á sjávarútvegi og tengdum greinum.
Allir bæirnir utan einn eru fámennir og afskekktir.
Meirihluti vinnuafls er erlendur og erfitt að fá fólk til vinnu í sjávarútvegi.
Kvótinn var að stærstum hluta seldur af svæðinu vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja.
Aðföng eru dýr og flutningskostnaður mikill. Einnig getur verið ótryggt að fá aðföng.
Meirihluti Vestfirðinga myndi flytja af svæðinu gætu þeir selt eignirnar sínar.
Meirihluti brottfluttra Ísfirðinga segir að kvótakerfið sé ekki ástæða þess að það flutti í burtu.
Þjónusta, menntunartækifæri og atvinnutækifæri er of takmörkuð og kostnaðarsöm.
Málið er að sama ástand er víðar á landinu, einsog á Norð-Austur horninu og á öðrum einstökum stöðum. Það þýðir ekkert að koma með enn eina Vestfjarðaaðstoðina. Það gerir ekkert annað en að skemma möguleika fólks á að bjarga sér sjálft. Vestfirðingar verða sjálfir að koma með lausn á vandamálinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Breyttar áherslur!
14.3.2007 | 09:43
Dópið er allstaðar og ótrúlegur fjöldi fólks dregst inní eiturlyfjastríðið viljandi og óviljandi.
Það var löngu kominn tími til þess að taka á þessum vanda og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu meira. Ég óska Jóhanni til hamingju með nýja starfið og lögreglumönnum sem núna fá tækifæri til að taka á málum einsog menn.
Ruðst inn á harðsvíraða handrukkara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ip-tölur og barnaníðingar.
9.3.2007 | 11:32
Aftur á móti er til fólk sem felur sig á bak við vélina og netið og þar eru til einstaklingar sem nýta sér nafnleyndina til glæpsamlegra hluta, einsog við höfum séð í fréttum að undanförnu.
En hvers vegna þessi nafnleynd. því ekki að skrá IP tölu á einstakling við kaup á tölvu. Þannig geta menn ekki verið nafnlausir ábyrgðarlausir draugar. Auðvitað væri netverjum heimilt að skrifa sína pistla undir leyninöfnum en ef menn gerðust brotlegir þá væri á einfaldan hátt hægt að rekja vél að manni og gera menn ábyrga fyrir gjörðum sínu.
Vírusar og barnaníðingsháttur væri rekjanlegra og vonandi hægt að útrýma, ásamt öðrum viðbjóði og drasli sem er á netinu. Fólk myndi fylgjast með hvað sett væri á netið og fyrirtæki mydu setja sér starfreglur um hvað væri sett inná netið. þannig myndi ábyrgð aukast og drasl minnka. Verum til fyrirmyndar íslendingar og setjum okkur starfsreglu hér sem myndi bæta netheim sem og aðra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
víst er kaffið gott
7.3.2007 | 13:38
hressir bætir kætir.
Jammi jammi jammi já,
Hressir bætir kætir.
Höf. ókunnur.
Lítið gagn í kaffibollanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppgjör!
1.3.2007 | 12:07
Ég búinn að fara í gegnum allar breytingar á Windows frá útgáfu 1.0. Í fyrsta skiptið hef ég ekki sett mig inní breytingarnar á Windows stýrikerfinu sem kemur út í Vista. Áður en útgáfa 1.0 af Windows kom út fylgdist ég með hvort yrði ofaná DOS eða IBM.
DOS var að mestu diska stjórnun. Síðan kom Windows með einfalt glugga notendaviðmót og síðan með fjölvinnslu.
Í gegnum tíðina hefur barátta staðið um hvort gögn og vinnsla eigi að vera miðlæg eða á hverri vél fyrir sig. Niðurstaðan er bland af hvoru tveggja eftir stærð og umfangi hvers og eins notanda. Þar lagar markaðurinn sig að aðstæðum.
Nokkur stýrikerfi hafa verið í boði svo og mismunandi vélbúnaður. Kostur Windows hefur alltaf verið möguleikinn á að keyra á PC-vélum sem aðrir framleiða. Í þau skipti sem ég hef uppfært yfir í nýja Windows útgáfu hefur ég þurft einsog aðrir að uppfæra stýrikerfið til að laga galla, svo ég tali nú ekki um vírus varnir.
Makka umhverfið hefur alla tíð haft sýna sérstöðu og mun færri rekstrar vandamál. Núna er hægt að fá Makka með Windows XP umhverfi þannig að Makkinn brúar bil tveggja heima.
Aftur móti hefur Office pakkinn frá Microsoft haft sterka markaðsstöðu, en þann pakka er líka hægt að fá fyrir Makka.
Mér sýnist Microsoft vera að loka notendur af í sýnu umhverfi en Apple vera að opna leiðir fyrir notandann svo og auðvelda notkun og tengingar við jaðartæki.
Niðurstaðan er: ég kaupi Mac. !!! Bæ Bæ Gates i'm gong to Jobs!
Vista sagt hamla skilvirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)