Færsluflokkur: Bloggar

Landið og lífið.

Hér er enn ein myndin af netinu. Myndin er tekin af síðu ESA: "European Space Agency".

 PhytoplanktonBloom_MER_FR_Orbit12073_200406211_or

Myndin sem er tekin 21 júní 2004, sýnir vel þörungablóma við suð-vesturland og útaf suðurlandi.  

 Ljósbláu og grænu flekkirnir eru þörungablómi. Einsog segir réttilega í greininni er lífmassinn í þörungablómanum meiri en allur annar lífmassi við Ísland.

Takið eftir grænu hringamyndunum við suðurlandið. 

Sjá link.:.http://earth.esa.int/cgi-bin/satimgsql.pl?show_url=274&startframe=0


Breiðamerkurjökull '73 vs '00 og umhverfisáhrif.

Ég datt niður á þessa mynd á netinu. 

breiðamerkurjökull

Dálítið stór mynd en vel þess virði að skoða. Myndin vinstra megin er tekin í september 1973 og sú síðar í desember 2000. Þarna sést vel hvað jökullin hefur dregist saman og líka sem kom mér á óvart að ströndin er að styrkjast. Þannig að áhyggjur manna um að hringvegurinn sé að rofna gæti verið  ástæðulaus.

Það sem kom mér þó mest á óvart er textinn sem fylgir þessum myndum. Það skal tekið fram að þetta er af síðu Sameinuðu Þjóðanna, UNEP. Sem stendur fyrir umhverfisstefnu Sameinuðuþjóðanna.

linkur: http://na.unep.net/digital_atlas2/webatlas.php?id=118 

En þar segir: "Over time, the glacier has receded so that its base is now several kilometers from the coast. As the huge river of ice pulled back across the Icelandic landscape, thousands of hectares of fertile farmland have been exposed, and people are populating the area that was until recently buried under tonnes of ice. ".

Í lauslegri þýðingu útleggst: "Í gegnum tíman hefur jökullinn minnkað þannig að jaðarinn er nokkrum kílómetrum frá ströndinni.  Við að miklir skriðjöklar hopa á Íslandi, koma þúsundir ferkílómetra af frjósömu ræktarlandi í ljós og fólk er að setjast að á þessum svæðum sem áður voru hulin þúsundum tonna af ís. "

já já. Mikið af fólki sem býr við jökuljaðarinn við ræktunarstörf. Eru allar upplýsingar svona sem við erum að fá af umhverfisáhrifum. Þurfa fréttir alltaf að vera ýktar til að vera frétt.

Auðvitað er umhverfi okkar að breytast. það hefur alltaf verið að breytast. Þegar eitthvað breytist ekki þá er það dautt.

Umræðan núna um umhverfisárif er lík og heimsendaspárnar  sem maður las um í menntaskóla. Fæðuskortur vegna offjölgunar mannkyns, olían búin því lindirnar væru tómar og eitthvað hræðilegt í viðbót. Púff ekkert gerðist.  

Auðvitað eigum við að vera varkár og láta náttúruna njóta vafans. Ég hef td. alla tíð verið ósammála Kárahnúkavirkjun og þeim umhverfisáhrifum sem hún veldur. En virði skoðanir annarra í því máli. Einsog einn góður vinur minn sagði og gerði mig kjaftstopp, en hann sagði  "eigum við að setja eldgos í umhverfismat". 


Gott Partý!

afdalir Eftir stressað og árangursríkt starf í verðbréfabraski var Nonni gjörsamlega búinn að fá nóg af öllu stressinu sem fylgdi þessum bransa. Hann hætti í vinnunni og keypti sér 30 hektara lands langt uppi í sveit eins langt frá mannabyggðum. Kaupfélagið sendi honum vörur einu sinni í mánuði. Annars var hann umlukinn kyrrð og ró. Eitt kvöldið, eftir um það bil sex mánaða einangrun, bankar einhver á dyrnar. Nonni fer til dyra og úti stendur svakalegur durgur. "Ég heiti Konni... Nágranni þinn hinumegin við fjallið... Partý hjá mér á laugardagskvöldið... hélt þig langaði til að kíkja." Frábært!", sagði Nonni. Eftir sex mánaða einangrun væri gaman að hitta sveitungana. Ég þigg boðið með þökkum." Konni gerir sig líklegan til að fara en snýr sér að Nonna og segir: "Best að vara við því að það verður mikið drukkið." "Ekkert mál. Eftir 25 ár í verðbréfabraski þá get ég drukkið nánast alla undir borðið"  "og líklegast mikið slegist." Hrikalegt, hugsar Nonni með sér...harðgert lið. "Jæja, mér kemur ágætlega saman við flesta. Ég kem. Takk fyrir að bjóða mér." Konni gengur í burtu en snýr sér við í dyrunum og segir: "svo er frekar brjálað kynlíf í þessum partýum." Heyrðu, það er ekki vandamálið segir Nonni, "þú veist það kannski ekki að ég hef verið  einn í sex mánuði! Ég kem sko alveg örugglega... en segðu mér, í hverju ætti ég að mæta; jakkafötum eða lopapeysu?"  Konni stoppar og segir: "Skiptir ekki máli, við verðum bara tveir."

1000

Vá maður er bara að ná Kaupþing. hver verður númer 1000?

Maðurinn sem vildi gerast mikill rithöfundur.

Þegar hann var spurður um hvað hann átti við “með að verða mikill “ þá sagði hann. “Ég vill skrifa texta sem allur heimurinn les. Texta sem fær fólk til að bregðast við af tilfinningu. Orð sem fær fólk til að öskra, gráta og brjótast um á sál og líkama. “
Nú og hvað varð um þennan mann. ?

Hann vinnur hjá Microsoft og skrifar villumeldingar.


Hvalveiðar sem sportveiðar

imagesÞað er ekkert óeðlilegt að fólk viti ekki í hvorn fótinn það eigi að stíga þegar spurt sé um hvalveiðar. Eigum við að láta erlend náttúruverndarsamtök segja okkur fyrir verkum nú eða hlusta á Bandaríkjamenn. Í mínum huga er það ekki hægt. Aftur á móti verðum við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri erlendis, þó að það áróðursstríð kosti mikla peninga.
Það sem mér finnst ámælisvert er úthlutunin á veiðinni og hvað ákvörðunin fór leynt.  Það hefði vel verið hægt að auglýsa eftir umsækjendum að kvótum á hval og meta síðan umsækjendur. Ef menn fara að græða á þessum veiðum verður sama vitleysan í gangi. Allir vilja fá kvóta og bera fyrir sig frasanum um sameign þjóðarinnar.

Ég sé fyrir mér mögulegar veiðar á hval með forríkum sportveiðimönnum. Fyrirkomulagið væri það sama og fílaveiðar í Afríku þar sem þeim er stjórnað.

Ég er sannfærður um að hægt sé að rukka vel fyrir veiðar á stærstu skepnum jarðar og væri hægt að búa til mikla ferðaþjónustu um veiðarnar. Hvað vildu menn borga fyrir að eiga mynd af sér með 7  til 130 tonna hval. Vandinn er að finna nógu stóran krana til að hengja fiskinn upp.

Það að selja kjötið væri síðan sama vandamál og útgerðir standa frammi fyrir í dag.


mbl.is Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en ríkissjóðs.

anddyri1Núna neyðast sjálfstæðismenn til að taka til hendinni og greiða niður skuldir R-listans borgarsjóði. Við það verða þeir ekki eins vinsælir og bruðlararnir sem kaupa sér vinsældir á kostnað okkar skattborgaranna. Ég fór að leita á netinu að reikningum Reykjavíkurborgar og í fjárlögum Ríkisins. Af síðasta reikning Reykjavíkurborgar 2005 voru nettóskuldir borgarinnar komnar í 97,5 milljarða. Ég fann ekki reikninga borgarinnar frá 1994 en mig minnir að skuldir Reykjavíkurborgar hafi verið um 4 milljarðar þegar R-listinn tók við. Samkvæmt fjárlögum 2005 er nettóstaða skulda ríkissjóðs neikvæð um tæpa 9 milljarða (en er samkvæmt fjárlögum 2007 jákvæð um nærri 28 milljarða). Samkvæmt þessu eru Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en nettóskuldir ríkissjóðs. Það verður skelfilegt þegar fólkið sem kemur úr borgarumhverfinu í ríkisstjórn getur haldið áfram með bruðlið. Miðað við að þau hafi á 20 árum tuttugufaldað skuldir Reykjavíkur þá munu grílljónirnar fjúka úr ríkissjóði. Versta við þetta allt er að fólki er skítsama um skuldir sveitarsjóðs eða ríkis. Það er ekkert að tengja sig og sýna afkomu við þær skuldir. Vandamálið er að þær eru nátengdar launaumslagi fólks. Ég spái feitum loforðalistum vinstriflokkanna fyrir komandi kosningar ef þeir koma sér þá saman um nokkurn skapaðan hlut.
mbl.is Reykjavíkurborg stefnir að því að greiða niður langtímaskuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Núna er Alþingi að ljúka störfum og kosningar framundan. Við Íslendingar höfum búið við framfaraskeið í 12 ár með sömu ríkisstjórn og miklum breytingum. Breytingarnar hafa meðal annars falist í sölu ríkisfyrirtækja, auknum alþjóðlegum áhrifum og minnkandi áhrifum pólitíkusa og margt miklu fleira.
Núna auglýsa bankar eftir lántakendum, áður áttu menn bankastjóra og hnésterkustu mennirnir eða vinabestu fengu stærstu lánin og græddu mest því verðbólgan borgaði þau.
Fyrr þurfti að fá leyfi til fjárfestinga hjá viðskiptaskrifstofu hjá einum manni í viðskiptaráðuneytinu fyrir gjaldeyri, annar gjaldeyrir var skammtaður eða með skemmtanaskatti eða hvað hann nú hét 15% aukalega. En í dag lesum við af fjárfestingum Íslendinga í erlendum blöðum.

Hvað hefur gerst.
Í dag er það einstaklingurinn sem tekur ákvarðanir fyrir sjálfan sig en ekki 63 sérvaldir snillingar sem veljast eftir loforðum á minn og þinn kostnað og þurfa ekkert sérstaklega að standa við þau. Hagvöxturinn hefur aukist og kemur t.d. frá einstaklingum sem fjárfestu í bjórverksmiðju í útlöndum, keyptu banka og fjárfestu svo í hinu og þessu hér á landi og annarsstaðar og borga í skatt núna á hverju ári nærri meir en bankinn var seldur á.
Ef þú ert með bríllíant hugmynd þá getur þú talað við einhvern snilling sem er í þessum bönkum og hann reddar þér pí grilljónum ef hugmyndin virkar. þú þarft ekki að tala við Steingrím J., Ögmund, Ingibjörgu, Adda K eða einhvern afdankaðan ríkisstarfsmann til að fá gjaldeyrisleyfi. þú talar bara við bankann þinn. Svo græðir þú og bankinn á öllu saman og borgar svo skatt hér á landi.
Aftur á móti geturðu breytt þessu kerfi aftur ef þú vilt ágæti kjósandi. Ef þú vilt breyta til og hætta áherslum á svona fyrirbæri einsog hagvöxt, gróða og útrás þá hefurðu valið. þú getur td. kosið vinstrimennina. þeir vilja skoða stöðuna og hugsa fyrir þig (S) eða þeir sem vilja hætta og segja stopp (VG) og þurfa ekkert að segja meir. Svo er þriðji flokkurinn sem segir bara kvótinn, kvótinn. Við finnum leið. (F).
Staðreyndin er að við búum við velmegun, lúxus sem er einsdæmi meðal ríkja á þessari jarðkringlu og höldum að þetta allt saman sé sjálfgefið, en það er það alls ekki. Ef við t.d. hækkum fjármagnstekjuskattinn um helming fara fyrirtækin úr landi og í land sem eru með lægri skatt á fjármagnstekjur. Engin gróðafyrirtæki eftir, allir farnir einsog blaðra sem springur í afmæli og gestirnir fara.


mbl.is Enn stefnt að því að ljúka þingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður á alþingi

Ég sit hér agndofa yfir sjónvarpinu og horfi á Sigurjón Þórðarsson ræða um stjórn fiskveiða. 9. mál og 80 á dagsskrá. klukkan er að verða eitt. Birgir Ármanns fundarstjóri fór úr stólnum eftir að hann var búinn að reyna að skjóta manninn úr ræðustól með augnarráðinu og horfði á bjölluna einsog hann langaði að henda henni í hausinn á honum. Birgir forðaði sér og kallaði á mesta rólyndismannin Jón Kristjánsson, því hann væri sá eini sem ekki myndi henda einhverju í manninn.

Sigurjón talaði um handfæraveiðar og það væri ábyrg fiskveiðistefna. Sjávarútvegsráðherra ætti bara leyfa frjálsar veiðar með krókum. það myndi ekki ógna rækjunni neitt. Menn verða að leita leiða til að breyta sjávarútvegnum, Frjálslyndiflokkurinn væri sko með leiðirnar, en menn verða að leita leiða. Og menn þurfa að hugsa ýmislegt en menn verða að leita leiða. Svifið er í sjónum, þetta veit sjávarútvegsráðherra. En Frjálslyndi flokkurinn er með leiðir. það þarf bara leita leiða.

Púff hann er búinn. Loksins. 

 


mbl.is „Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfjarðavandinn!

Eftir fréttir síðustu daga af Vestfjarðavandanum fallast manni hendur. Enn og aftur kemur roka að vestan sem segir að núna verði aðrir að koma með lausnir og peninga.
Það eigi bara að gefa aftur og byrja uppá nýtt. Ég bara spyr myndi það breyta einhverju. Ég held ekki.
Þar sem ég þekkti töluvert til rekstrar fyrirtækis á svæðinu langar mig að taka saman nokkrar staðreyndir um svæðið.

Á svæðinu býr harðduglegt fólk.
Gjöful fiskimið eru útaf Vestfjörðum.
Mikil sérþekking er á svæðinu á sjávarútvegi og tengdum greinum.
Allir bæirnir utan einn eru fámennir og afskekktir.
Meirihluti vinnuafls er erlendur og erfitt að fá fólk til vinnu í sjávarútvegi.
Kvótinn var að stærstum hluta seldur af svæðinu vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja.
Aðföng eru dýr og flutningskostnaður mikill. Einnig getur verið ótryggt að fá aðföng.
Meirihluti Vestfirðinga myndi flytja af svæðinu gætu þeir selt eignirnar sínar.
Meirihluti brottfluttra Ísfirðinga segir að kvótakerfið sé ekki ástæða þess að það flutti í burtu.
Þjónusta, menntunartækifæri og atvinnutækifæri er of takmörkuð og kostnaðarsöm.

Málið er að sama ástand er víðar á landinu, einsog á Norð-Austur horninu og á öðrum einstökum stöðum. Það þýðir ekkert að koma með enn eina Vestfjarðaaðstoðina. Það gerir ekkert annað en að skemma möguleika fólks á að bjarga sér sjálft. Vestfirðingar verða sjálfir að koma með lausn á vandamálinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband