Færsluflokkur: Bloggar
Breyttar áherslur!
14.3.2007 | 09:43
Dópið er allstaðar og ótrúlegur fjöldi fólks dregst inní eiturlyfjastríðið viljandi og óviljandi.
Það var löngu kominn tími til þess að taka á þessum vanda og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu meira. Ég óska Jóhanni til hamingju með nýja starfið og lögreglumönnum sem núna fá tækifæri til að taka á málum einsog menn.
![]() |
Ruðst inn á harðsvíraða handrukkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ip-tölur og barnaníðingar.
9.3.2007 | 11:32
Aftur á móti er til fólk sem felur sig á bak við vélina og netið og þar eru til einstaklingar sem nýta sér nafnleyndina til glæpsamlegra hluta, einsog við höfum séð í fréttum að undanförnu.
En hvers vegna þessi nafnleynd. því ekki að skrá IP tölu á einstakling við kaup á tölvu. Þannig geta menn ekki verið nafnlausir ábyrgðarlausir draugar. Auðvitað væri netverjum heimilt að skrifa sína pistla undir leyninöfnum en ef menn gerðust brotlegir þá væri á einfaldan hátt hægt að rekja vél að manni og gera menn ábyrga fyrir gjörðum sínu.
Vírusar og barnaníðingsháttur væri rekjanlegra og vonandi hægt að útrýma, ásamt öðrum viðbjóði og drasli sem er á netinu. Fólk myndi fylgjast með hvað sett væri á netið og fyrirtæki mydu setja sér starfreglur um hvað væri sett inná netið. þannig myndi ábyrgð aukast og drasl minnka. Verum til fyrirmyndar íslendingar og setjum okkur starfsreglu hér sem myndi bæta netheim sem og aðra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
víst er kaffið gott
7.3.2007 | 13:38
hressir bætir kætir.
Jammi jammi jammi já,
Hressir bætir kætir.
Höf. ókunnur.
![]() |
Lítið gagn í kaffibollanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppgjör!
1.3.2007 | 12:07
Ég búinn að fara í gegnum allar breytingar á Windows frá útgáfu 1.0. Í fyrsta skiptið hef ég ekki sett mig inní breytingarnar á Windows stýrikerfinu sem kemur út í Vista. Áður en útgáfa 1.0 af Windows kom út fylgdist ég með hvort yrði ofaná DOS eða IBM.
DOS var að mestu diska stjórnun. Síðan kom Windows með einfalt glugga notendaviðmót og síðan með fjölvinnslu.
Í gegnum tíðina hefur barátta staðið um hvort gögn og vinnsla eigi að vera miðlæg eða á hverri vél fyrir sig. Niðurstaðan er bland af hvoru tveggja eftir stærð og umfangi hvers og eins notanda. Þar lagar markaðurinn sig að aðstæðum.
Nokkur stýrikerfi hafa verið í boði svo og mismunandi vélbúnaður. Kostur Windows hefur alltaf verið möguleikinn á að keyra á PC-vélum sem aðrir framleiða. Í þau skipti sem ég hef uppfært yfir í nýja Windows útgáfu hefur ég þurft einsog aðrir að uppfæra stýrikerfið til að laga galla, svo ég tali nú ekki um vírus varnir.
Makka umhverfið hefur alla tíð haft sýna sérstöðu og mun færri rekstrar vandamál. Núna er hægt að fá Makka með Windows XP umhverfi þannig að Makkinn brúar bil tveggja heima.
Aftur móti hefur Office pakkinn frá Microsoft haft sterka markaðsstöðu, en þann pakka er líka hægt að fá fyrir Makka.
Mér sýnist Microsoft vera að loka notendur af í sýnu umhverfi en Apple vera að opna leiðir fyrir notandann svo og auðvelda notkun og tengingar við jaðartæki.
Niðurstaðan er: ég kaupi Mac. !!! Bæ Bæ Gates i'm gong to Jobs!
![]() |
Vista sagt hamla skilvirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svifryksmengun.
27.2.2007 | 13:01
![]() |
Dregið hefur úr svifryksmengun í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupþing >1000
24.2.2007 | 00:32
Og ég sem var hugsi um við spurninguna sem ég fékk í skóla "verður bókvitið í askana látið"
![]() |
Lokagengi bréfa Kaupþings yfir 1000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klámráðstefna og aðrar ráðstefnur.
20.2.2007 | 10:46
Fjölgun ferðamanna er aðalmottóið. Það er mikill bísniss í klámiðnaðinum og það er ferðaþjónustan að nýta sér.
Ég vill líka benda ferðaiðnaðinum á að allskonar hriðjuverkahópar eiga líka erfitt með að fá aðstöðu og sjálfsagt að bjóða þeim líka aðstöðu hér á landi eða er það ekki. Meðan þeir funda um starfsemi sýna eru þeir auðvitað ekki að gera neitt ólöglegt.
Við gætum þess vegna boðið þeim að prufa tækni sýna á hálendinu því það er svo óspillt og hreint. Okkur er hvort eð er sama hvernig ferðamenn ganga þar um það.
Aðalmálið er að fá sem flesta til landssins.
Forsetinn ætti að taka á móti þessu fólki þar sem hann les stjórnarskránna sem orðhengilshátt og er því ekki háður lögum einsog við hin.
En þetta er auðvitað allt orðhengilsháttur.
![]() |
Ekki hægt að hefta för klámframleiðenda hingað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umferð og mengun..
15.2.2007 | 15:49
Það fer ekki framhjá nokkrum manni sem í borginni er, sú mengun sem er af bílum og umferð bíla.
Öll umræðan hefur snúist um að takmarka notkun bíla, leggja skatt á nagladekk, minnka útblástur, nota bíla sem ekki eru til og þar fram eftir götunum.
Allar syndirnar eru hjá ökumönnum og bíleigendum.
En ég spyr. Hvernig standa yfirvöld sig?
Hvers vegna sópa yfirvöld ekki upp drulluna sem er í öllum vegköntum?
Hver eru gæði þeirra efna sem við keyrum á?
Af hverju er borin út tjara í göturnar þegar við getum notað önnur sterkari efni einsog steypu?
Ég er nokkuð viss um að borgaryfirvöld gætu minnkað stórlega mengun með því hreinlega að sópa upp drullunni sem á götunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)