Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvalveiðar sem sportveiðar

imagesÞað er ekkert óeðlilegt að fólk viti ekki í hvorn fótinn það eigi að stíga þegar spurt sé um hvalveiðar. Eigum við að láta erlend náttúruverndarsamtök segja okkur fyrir verkum nú eða hlusta á Bandaríkjamenn. Í mínum huga er það ekki hægt. Aftur á móti verðum við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri erlendis, þó að það áróðursstríð kosti mikla peninga.
Það sem mér finnst ámælisvert er úthlutunin á veiðinni og hvað ákvörðunin fór leynt.  Það hefði vel verið hægt að auglýsa eftir umsækjendum að kvótum á hval og meta síðan umsækjendur. Ef menn fara að græða á þessum veiðum verður sama vitleysan í gangi. Allir vilja fá kvóta og bera fyrir sig frasanum um sameign þjóðarinnar.

Ég sé fyrir mér mögulegar veiðar á hval með forríkum sportveiðimönnum. Fyrirkomulagið væri það sama og fílaveiðar í Afríku þar sem þeim er stjórnað.

Ég er sannfærður um að hægt sé að rukka vel fyrir veiðar á stærstu skepnum jarðar og væri hægt að búa til mikla ferðaþjónustu um veiðarnar. Hvað vildu menn borga fyrir að eiga mynd af sér með 7  til 130 tonna hval. Vandinn er að finna nógu stóran krana til að hengja fiskinn upp.

Það að selja kjötið væri síðan sama vandamál og útgerðir standa frammi fyrir í dag.


mbl.is Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en ríkissjóðs.

anddyri1Núna neyðast sjálfstæðismenn til að taka til hendinni og greiða niður skuldir R-listans borgarsjóði. Við það verða þeir ekki eins vinsælir og bruðlararnir sem kaupa sér vinsældir á kostnað okkar skattborgaranna. Ég fór að leita á netinu að reikningum Reykjavíkurborgar og í fjárlögum Ríkisins. Af síðasta reikning Reykjavíkurborgar 2005 voru nettóskuldir borgarinnar komnar í 97,5 milljarða. Ég fann ekki reikninga borgarinnar frá 1994 en mig minnir að skuldir Reykjavíkurborgar hafi verið um 4 milljarðar þegar R-listinn tók við. Samkvæmt fjárlögum 2005 er nettóstaða skulda ríkissjóðs neikvæð um tæpa 9 milljarða (en er samkvæmt fjárlögum 2007 jákvæð um nærri 28 milljarða). Samkvæmt þessu eru Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en nettóskuldir ríkissjóðs. Það verður skelfilegt þegar fólkið sem kemur úr borgarumhverfinu í ríkisstjórn getur haldið áfram með bruðlið. Miðað við að þau hafi á 20 árum tuttugufaldað skuldir Reykjavíkur þá munu grílljónirnar fjúka úr ríkissjóði. Versta við þetta allt er að fólki er skítsama um skuldir sveitarsjóðs eða ríkis. Það er ekkert að tengja sig og sýna afkomu við þær skuldir. Vandamálið er að þær eru nátengdar launaumslagi fólks. Ég spái feitum loforðalistum vinstriflokkanna fyrir komandi kosningar ef þeir koma sér þá saman um nokkurn skapaðan hlut.
mbl.is Reykjavíkurborg stefnir að því að greiða niður langtímaskuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Núna er Alþingi að ljúka störfum og kosningar framundan. Við Íslendingar höfum búið við framfaraskeið í 12 ár með sömu ríkisstjórn og miklum breytingum. Breytingarnar hafa meðal annars falist í sölu ríkisfyrirtækja, auknum alþjóðlegum áhrifum og minnkandi áhrifum pólitíkusa og margt miklu fleira.
Núna auglýsa bankar eftir lántakendum, áður áttu menn bankastjóra og hnésterkustu mennirnir eða vinabestu fengu stærstu lánin og græddu mest því verðbólgan borgaði þau.
Fyrr þurfti að fá leyfi til fjárfestinga hjá viðskiptaskrifstofu hjá einum manni í viðskiptaráðuneytinu fyrir gjaldeyri, annar gjaldeyrir var skammtaður eða með skemmtanaskatti eða hvað hann nú hét 15% aukalega. En í dag lesum við af fjárfestingum Íslendinga í erlendum blöðum.

Hvað hefur gerst.
Í dag er það einstaklingurinn sem tekur ákvarðanir fyrir sjálfan sig en ekki 63 sérvaldir snillingar sem veljast eftir loforðum á minn og þinn kostnað og þurfa ekkert sérstaklega að standa við þau. Hagvöxturinn hefur aukist og kemur t.d. frá einstaklingum sem fjárfestu í bjórverksmiðju í útlöndum, keyptu banka og fjárfestu svo í hinu og þessu hér á landi og annarsstaðar og borga í skatt núna á hverju ári nærri meir en bankinn var seldur á.
Ef þú ert með bríllíant hugmynd þá getur þú talað við einhvern snilling sem er í þessum bönkum og hann reddar þér pí grilljónum ef hugmyndin virkar. þú þarft ekki að tala við Steingrím J., Ögmund, Ingibjörgu, Adda K eða einhvern afdankaðan ríkisstarfsmann til að fá gjaldeyrisleyfi. þú talar bara við bankann þinn. Svo græðir þú og bankinn á öllu saman og borgar svo skatt hér á landi.
Aftur á móti geturðu breytt þessu kerfi aftur ef þú vilt ágæti kjósandi. Ef þú vilt breyta til og hætta áherslum á svona fyrirbæri einsog hagvöxt, gróða og útrás þá hefurðu valið. þú getur td. kosið vinstrimennina. þeir vilja skoða stöðuna og hugsa fyrir þig (S) eða þeir sem vilja hætta og segja stopp (VG) og þurfa ekkert að segja meir. Svo er þriðji flokkurinn sem segir bara kvótinn, kvótinn. Við finnum leið. (F).
Staðreyndin er að við búum við velmegun, lúxus sem er einsdæmi meðal ríkja á þessari jarðkringlu og höldum að þetta allt saman sé sjálfgefið, en það er það alls ekki. Ef við t.d. hækkum fjármagnstekjuskattinn um helming fara fyrirtækin úr landi og í land sem eru með lægri skatt á fjármagnstekjur. Engin gróðafyrirtæki eftir, allir farnir einsog blaðra sem springur í afmæli og gestirnir fara.


mbl.is Enn stefnt að því að ljúka þingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður á alþingi

Ég sit hér agndofa yfir sjónvarpinu og horfi á Sigurjón Þórðarsson ræða um stjórn fiskveiða. 9. mál og 80 á dagsskrá. klukkan er að verða eitt. Birgir Ármanns fundarstjóri fór úr stólnum eftir að hann var búinn að reyna að skjóta manninn úr ræðustól með augnarráðinu og horfði á bjölluna einsog hann langaði að henda henni í hausinn á honum. Birgir forðaði sér og kallaði á mesta rólyndismannin Jón Kristjánsson, því hann væri sá eini sem ekki myndi henda einhverju í manninn.

Sigurjón talaði um handfæraveiðar og það væri ábyrg fiskveiðistefna. Sjávarútvegsráðherra ætti bara leyfa frjálsar veiðar með krókum. það myndi ekki ógna rækjunni neitt. Menn verða að leita leiða til að breyta sjávarútvegnum, Frjálslyndiflokkurinn væri sko með leiðirnar, en menn verða að leita leiða. Og menn þurfa að hugsa ýmislegt en menn verða að leita leiða. Svifið er í sjónum, þetta veit sjávarútvegsráðherra. En Frjálslyndi flokkurinn er með leiðir. það þarf bara leita leiða.

Púff hann er búinn. Loksins. 

 


mbl.is „Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Binni og Þjóðareignin

Ég var að lesa kafla Siggeirs Brynjars Kristgeirssonar (Binni) "Sjávarútvegur, eignarréttur og óviss framtíð" í bókinni Þ J Ó Ð A R E I G N sem Bókafélagið Ugla í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð við samfélags- og efnahagsmál (RSE) var að gefa út.

Kaflinn ákaflega merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar kemur fram að markaðsvirði eiginfjár Sjávarútvegsfyrirtækja væri ekkert ef auðlindagjald væri 5,60 kr á þorskígildiskíló.

Einnig sýnir Binni framá að verðmæti eins sjávarútvegsfyrirtækis Bakkavarar er meira en allra sjávarútvegsfyrirtækja í úttektinni í dag. Það skal tekið fram að þegar hlutabréfamarkaðurinn var stofnaður voru það sjávarútvegsfyrirtæki sem riðu á vaðið og byggðu upp hlutabréfamarkaðinn. Í upphafi hlutabréfamarkaðsins var verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum meiri en allra bankanna.

Kaflinn er ákaflega holl lesning öllum þeim ráðskast með sjávarútveginn og slá sig til riddara á þeim vettvangi.

Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að ábyrg fiskveiðistefna með aflamarkskerfinu er það fyrirkomulag sem tryggir best vöxt og viðgang sjávarútvegssins. Aflamarkskerfið er eina raunhæfa leiðin til þess að byggja upp þorskstofna við Ísland. En uppbygging þorskstofna er það sem gefur fyrirtækjum og þjóð langbestu ávöxtun til lengri tíma.

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið stöðugt undir hælnum á duttlungum Alþingis og stjórnmálaflokkar stofnaðir sérstaklega til þess eins að breyta öllum leikreglum fyrirtækjanna. Stjórnmálamenn hafa boðað sátt og reglum hefur verið breytt, án nokkurs árangurs.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa reynt að leita sátta og látið yfir sig ganga margháttaðar breytingar á aflamarkskerfinu til þess eins að tryggja rekraröryggi fyrirtækjanna og ná ábyrgri stýringu veiðistofna svo hægt verði að byggja þá upp.
Þetta hefur ekki tekist. Sjávarútvegsfyrirtæki eru skattpínd með auðlindaskatti sem er sértækur skattur sem engin önnur atvinnugrein þarf að greiða. Yfir þeim vofir stöðug hótun um að öllu verði breytt í næstu kosningum.
Aftur á móti þeir aðilar sem vinna í öðrum atvinnugreinum hvort sem er í bönkum eða nýlenduvöruverslunum geta frjálsir um höfuð strokið og leita leiða til að efla sín fyrirtæki hérlendis sem erlendis í opnum markaði og í frjálsri samkeppni þar sem almennar leikreglur gilda.
Sjávarútvegsfyrirtæki reyna með ábyrgum hætti að verja aflamarkskerfið þó það sé þeirra helsta haft.
Það væri fróðlegt að vita hver staða sjávarútvegssins væri ef kraftar manna hefðu farið í að eflast í stað þess að verjast. Staðreyndin er að vörnin hefur brugðist og sjávarútvegsfyrirtæki eru undir í áróðursstríðinu. Ég hef ekki heyrt í neinum þingmanni sem berst fyrir því að sjávarútvegurinn eigi að fá að eflast og um hann skuli vera sömu leikreglur og aðra atvinnugreinar.
Núna á að koma auðlindarákvæðinu inn í stjórnarskránna, þrátt fyrir að það sé marklaust ákvæði. Það ætti frekar að breyta lögunum (nr. 38/1990 ) um stjórn fiskveiða og fella ákvæðið út.

Að lokum, úr kaflanum:

"Í raun geta stjórnvöld gert atvinnugrein verðlausa með þrennu móti:

-> beinni eignaupptöku, svo sem Þjóðnýtingu eigna, eða þeirra eigna sem atvinnugreinin byggist á (ríkisvaldið gæti, svo dæmi sé tekið, þjóðnýtt framleiðslutæki á borð við skip og sjálfar auðlindir sjávarins sömuleiðis).
-> skattlagningu sem ofbýður greiðslugetu fyrirtækjanna,
-> lögum og reglum sem þrengja svo mjög að starfseminni að arðsemi hennar verði lítil sem engin. " .


Vestfjarðavandinn!

Eftir fréttir síðustu daga af Vestfjarðavandanum fallast manni hendur. Enn og aftur kemur roka að vestan sem segir að núna verði aðrir að koma með lausnir og peninga.
Það eigi bara að gefa aftur og byrja uppá nýtt. Ég bara spyr myndi það breyta einhverju. Ég held ekki.
Þar sem ég þekkti töluvert til rekstrar fyrirtækis á svæðinu langar mig að taka saman nokkrar staðreyndir um svæðið.

Á svæðinu býr harðduglegt fólk.
Gjöful fiskimið eru útaf Vestfjörðum.
Mikil sérþekking er á svæðinu á sjávarútvegi og tengdum greinum.
Allir bæirnir utan einn eru fámennir og afskekktir.
Meirihluti vinnuafls er erlendur og erfitt að fá fólk til vinnu í sjávarútvegi.
Kvótinn var að stærstum hluta seldur af svæðinu vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja.
Aðföng eru dýr og flutningskostnaður mikill. Einnig getur verið ótryggt að fá aðföng.
Meirihluti Vestfirðinga myndi flytja af svæðinu gætu þeir selt eignirnar sínar.
Meirihluti brottfluttra Ísfirðinga segir að kvótakerfið sé ekki ástæða þess að það flutti í burtu.
Þjónusta, menntunartækifæri og atvinnutækifæri er of takmörkuð og kostnaðarsöm.

Málið er að sama ástand er víðar á landinu, einsog á Norð-Austur horninu og á öðrum einstökum stöðum. Það þýðir ekkert að koma með enn eina Vestfjarðaaðstoðina. Það gerir ekkert annað en að skemma möguleika fólks á að bjarga sér sjálft. Vestfirðingar verða sjálfir að koma með lausn á vandamálinu.


Breyttar áherslur!

Loksins, loksins segi ég bara. það var kominn tími til að taka til hendinni í fíkniefnaheiminum og handrukkarar eru einn angi þess. Ég hef sagt í mörg ár að það sé stríð í landinu sem er að drepa börnin okkar.
Dópið er allstaðar og ótrúlegur fjöldi fólks dregst inní eiturlyfjastríðið viljandi og óviljandi.
Það var löngu kominn tími til þess að taka á þessum vanda og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu meira. Ég óska Jóhanni til hamingju með nýja starfið og lögreglumönnum sem núna fá tækifæri til að taka á málum einsog menn.
mbl.is Ruðst inn á harðsvíraða handrukkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ip-tölur og barnaníðingar.

í dag er tölvan og netið stór hluti af lífi okkar. Hver og einn sem hefur aðgang að tölvu getur komið skoðunum sínum á framfæri og framkvæmt greiðslur og tekist á hendur skuldbindingar.
Aftur á móti er til fólk sem felur sig á bak við vélina og netið og þar eru til einstaklingar sem nýta sér nafnleyndina til glæpsamlegra hluta, einsog við höfum séð í fréttum að undanförnu.
En hvers vegna þessi nafnleynd. því ekki að skrá IP tölu á einstakling við kaup á tölvu. Þannig geta menn ekki verið nafnlausir ábyrgðarlausir draugar. Auðvitað væri netverjum heimilt að skrifa sína pistla undir leyninöfnum en ef menn gerðust brotlegir þá væri á einfaldan hátt hægt að rekja vél að manni og gera menn ábyrga fyrir gjörðum sínu.
Vírusar og barnaníðingsháttur væri rekjanlegra og vonandi hægt að útrýma, ásamt öðrum viðbjóði og drasli sem er á netinu. Fólk myndi fylgjast með hvað sett væri á netið og fyrirtæki mydu setja sér starfreglur um hvað væri sett inná netið. þannig myndi ábyrgð aukast og drasl minnka. Verum til fyrirmyndar íslendingar og setjum okkur starfsreglu hér sem myndi bæta netheim sem og aðra heima.

víst er kaffið gott

Mörgum þykir kaffið gott,
hressir bætir kætir.
Jammi jammi jammi já,
Hressir bætir kætir.
Höf. ókunnur.
mbl.is Lítið gagn í kaffibollanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

!

kross ...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband