Binni og Þjóðareignin

Ég var að lesa kafla Siggeirs Brynjars Kristgeirssonar (Binni) "Sjávarútvegur, eignarréttur og óviss framtíð" í bókinni Þ J Ó Ð A R E I G N sem Bókafélagið Ugla í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð við samfélags- og efnahagsmál (RSE) var að gefa út.

Kaflinn ákaflega merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar kemur fram að markaðsvirði eiginfjár Sjávarútvegsfyrirtækja væri ekkert ef auðlindagjald væri 5,60 kr á þorskígildiskíló.

Einnig sýnir Binni framá að verðmæti eins sjávarútvegsfyrirtækis Bakkavarar er meira en allra sjávarútvegsfyrirtækja í úttektinni í dag. Það skal tekið fram að þegar hlutabréfamarkaðurinn var stofnaður voru það sjávarútvegsfyrirtæki sem riðu á vaðið og byggðu upp hlutabréfamarkaðinn. Í upphafi hlutabréfamarkaðsins var verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum meiri en allra bankanna.

Kaflinn er ákaflega holl lesning öllum þeim ráðskast með sjávarútveginn og slá sig til riddara á þeim vettvangi.

Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að ábyrg fiskveiðistefna með aflamarkskerfinu er það fyrirkomulag sem tryggir best vöxt og viðgang sjávarútvegssins. Aflamarkskerfið er eina raunhæfa leiðin til þess að byggja upp þorskstofna við Ísland. En uppbygging þorskstofna er það sem gefur fyrirtækjum og þjóð langbestu ávöxtun til lengri tíma.

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið stöðugt undir hælnum á duttlungum Alþingis og stjórnmálaflokkar stofnaðir sérstaklega til þess eins að breyta öllum leikreglum fyrirtækjanna. Stjórnmálamenn hafa boðað sátt og reglum hefur verið breytt, án nokkurs árangurs.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa reynt að leita sátta og látið yfir sig ganga margháttaðar breytingar á aflamarkskerfinu til þess eins að tryggja rekraröryggi fyrirtækjanna og ná ábyrgri stýringu veiðistofna svo hægt verði að byggja þá upp.
Þetta hefur ekki tekist. Sjávarútvegsfyrirtæki eru skattpínd með auðlindaskatti sem er sértækur skattur sem engin önnur atvinnugrein þarf að greiða. Yfir þeim vofir stöðug hótun um að öllu verði breytt í næstu kosningum.
Aftur á móti þeir aðilar sem vinna í öðrum atvinnugreinum hvort sem er í bönkum eða nýlenduvöruverslunum geta frjálsir um höfuð strokið og leita leiða til að efla sín fyrirtæki hérlendis sem erlendis í opnum markaði og í frjálsri samkeppni þar sem almennar leikreglur gilda.
Sjávarútvegsfyrirtæki reyna með ábyrgum hætti að verja aflamarkskerfið þó það sé þeirra helsta haft.
Það væri fróðlegt að vita hver staða sjávarútvegssins væri ef kraftar manna hefðu farið í að eflast í stað þess að verjast. Staðreyndin er að vörnin hefur brugðist og sjávarútvegsfyrirtæki eru undir í áróðursstríðinu. Ég hef ekki heyrt í neinum þingmanni sem berst fyrir því að sjávarútvegurinn eigi að fá að eflast og um hann skuli vera sömu leikreglur og aðra atvinnugreinar.
Núna á að koma auðlindarákvæðinu inn í stjórnarskránna, þrátt fyrir að það sé marklaust ákvæði. Það ætti frekar að breyta lögunum (nr. 38/1990 ) um stjórn fiskveiða og fella ákvæðið út.

Að lokum, úr kaflanum:

"Í raun geta stjórnvöld gert atvinnugrein verðlausa með þrennu móti:

-> beinni eignaupptöku, svo sem Þjóðnýtingu eigna, eða þeirra eigna sem atvinnugreinin byggist á (ríkisvaldið gæti, svo dæmi sé tekið, þjóðnýtt framleiðslutæki á borð við skip og sjálfar auðlindir sjávarins sömuleiðis).
-> skattlagningu sem ofbýður greiðslugetu fyrirtækjanna,
-> lögum og reglum sem þrengja svo mjög að starfseminni að arðsemi hennar verði lítil sem engin. " .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband