Ræður á alþingi
16.3.2007 | 01:00
Sigurjón talaði um handfæraveiðar og það væri ábyrg fiskveiðistefna. Sjávarútvegsráðherra ætti bara leyfa frjálsar veiðar með krókum. það myndi ekki ógna rækjunni neitt. Menn verða að leita leiða til að breyta sjávarútvegnum, Frjálslyndiflokkurinn væri sko með leiðirnar, en menn verða að leita leiða. Og menn þurfa að hugsa ýmislegt en menn verða að leita leiða. Svifið er í sjónum, þetta veit sjávarútvegsráðherra. En Frjálslyndi flokkurinn er með leiðir. það þarf bara leita leiða.
Púff hann er búinn. Loksins.
![]() |
Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Binni og Þjóðareignin
15.3.2007 | 13:44
Ég var að lesa kafla Siggeirs Brynjars Kristgeirssonar (Binni) "Sjávarútvegur, eignarréttur og óviss framtíð" í bókinni Þ J Ó Ð A R E I G N sem Bókafélagið Ugla í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð við samfélags- og efnahagsmál (RSE) var að gefa út.
Kaflinn ákaflega merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar kemur fram að markaðsvirði eiginfjár Sjávarútvegsfyrirtækja væri ekkert ef auðlindagjald væri 5,60 kr á þorskígildiskíló.
Einnig sýnir Binni framá að verðmæti eins sjávarútvegsfyrirtækis Bakkavarar er meira en allra sjávarútvegsfyrirtækja í úttektinni í dag. Það skal tekið fram að þegar hlutabréfamarkaðurinn var stofnaður voru það sjávarútvegsfyrirtæki sem riðu á vaðið og byggðu upp hlutabréfamarkaðinn. Í upphafi hlutabréfamarkaðsins var verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum meiri en allra bankanna.
Kaflinn er ákaflega holl lesning öllum þeim ráðskast með sjávarútveginn og slá sig til riddara á þeim vettvangi.
Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að ábyrg fiskveiðistefna með aflamarkskerfinu er það fyrirkomulag sem tryggir best vöxt og viðgang sjávarútvegssins. Aflamarkskerfið er eina raunhæfa leiðin til þess að byggja upp þorskstofna við Ísland. En uppbygging þorskstofna er það sem gefur fyrirtækjum og þjóð langbestu ávöxtun til lengri tíma.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið stöðugt undir hælnum á duttlungum Alþingis og stjórnmálaflokkar stofnaðir sérstaklega til þess eins að breyta öllum leikreglum fyrirtækjanna. Stjórnmálamenn hafa boðað sátt og reglum hefur verið breytt, án nokkurs árangurs.
Sjávarútvegsfyrirtæki hafa reynt að leita sátta og látið yfir sig ganga margháttaðar breytingar á aflamarkskerfinu til þess eins að tryggja rekraröryggi fyrirtækjanna og ná ábyrgri stýringu veiðistofna svo hægt verði að byggja þá upp.
Þetta hefur ekki tekist. Sjávarútvegsfyrirtæki eru skattpínd með auðlindaskatti sem er sértækur skattur sem engin önnur atvinnugrein þarf að greiða. Yfir þeim vofir stöðug hótun um að öllu verði breytt í næstu kosningum.
Aftur á móti þeir aðilar sem vinna í öðrum atvinnugreinum hvort sem er í bönkum eða nýlenduvöruverslunum geta frjálsir um höfuð strokið og leita leiða til að efla sín fyrirtæki hérlendis sem erlendis í opnum markaði og í frjálsri samkeppni þar sem almennar leikreglur gilda.
Sjávarútvegsfyrirtæki reyna með ábyrgum hætti að verja aflamarkskerfið þó það sé þeirra helsta haft.
Það væri fróðlegt að vita hver staða sjávarútvegssins væri ef kraftar manna hefðu farið í að eflast í stað þess að verjast. Staðreyndin er að vörnin hefur brugðist og sjávarútvegsfyrirtæki eru undir í áróðursstríðinu. Ég hef ekki heyrt í neinum þingmanni sem berst fyrir því að sjávarútvegurinn eigi að fá að eflast og um hann skuli vera sömu leikreglur og aðra atvinnugreinar.
Núna á að koma auðlindarákvæðinu inn í stjórnarskránna, þrátt fyrir að það sé marklaust ákvæði. Það ætti frekar að breyta lögunum (nr. 38/1990 ) um stjórn fiskveiða og fella ákvæðið út.
Að lokum, úr kaflanum:
"Í raun geta stjórnvöld gert atvinnugrein verðlausa með þrennu móti:
-> beinni eignaupptöku, svo sem Þjóðnýtingu eigna, eða þeirra eigna sem atvinnugreinin byggist á (ríkisvaldið gæti, svo dæmi sé tekið, þjóðnýtt framleiðslutæki á borð við skip og sjálfar auðlindir sjávarins sömuleiðis).
-> skattlagningu sem ofbýður greiðslugetu fyrirtækjanna,
-> lögum og reglum sem þrengja svo mjög að starfseminni að arðsemi hennar verði lítil sem engin. " .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vestfjarðavandinn!
14.3.2007 | 10:57
Eftir fréttir síðustu daga af Vestfjarðavandanum fallast manni hendur. Enn og aftur kemur roka að vestan sem segir að núna verði aðrir að koma með lausnir og peninga.
Það eigi bara að gefa aftur og byrja uppá nýtt. Ég bara spyr myndi það breyta einhverju. Ég held ekki.
Þar sem ég þekkti töluvert til rekstrar fyrirtækis á svæðinu langar mig að taka saman nokkrar staðreyndir um svæðið.
Á svæðinu býr harðduglegt fólk.
Gjöful fiskimið eru útaf Vestfjörðum.
Mikil sérþekking er á svæðinu á sjávarútvegi og tengdum greinum.
Allir bæirnir utan einn eru fámennir og afskekktir.
Meirihluti vinnuafls er erlendur og erfitt að fá fólk til vinnu í sjávarútvegi.
Kvótinn var að stærstum hluta seldur af svæðinu vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja.
Aðföng eru dýr og flutningskostnaður mikill. Einnig getur verið ótryggt að fá aðföng.
Meirihluti Vestfirðinga myndi flytja af svæðinu gætu þeir selt eignirnar sínar.
Meirihluti brottfluttra Ísfirðinga segir að kvótakerfið sé ekki ástæða þess að það flutti í burtu.
Þjónusta, menntunartækifæri og atvinnutækifæri er of takmörkuð og kostnaðarsöm.
Málið er að sama ástand er víðar á landinu, einsog á Norð-Austur horninu og á öðrum einstökum stöðum. Það þýðir ekkert að koma með enn eina Vestfjarðaaðstoðina. Það gerir ekkert annað en að skemma möguleika fólks á að bjarga sér sjálft. Vestfirðingar verða sjálfir að koma með lausn á vandamálinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Breyttar áherslur!
14.3.2007 | 09:43
Dópið er allstaðar og ótrúlegur fjöldi fólks dregst inní eiturlyfjastríðið viljandi og óviljandi.
Það var löngu kominn tími til þess að taka á þessum vanda og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu meira. Ég óska Jóhanni til hamingju með nýja starfið og lögreglumönnum sem núna fá tækifæri til að taka á málum einsog menn.
![]() |
Ruðst inn á harðsvíraða handrukkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ip-tölur og barnaníðingar.
9.3.2007 | 11:32
Aftur á móti er til fólk sem felur sig á bak við vélina og netið og þar eru til einstaklingar sem nýta sér nafnleyndina til glæpsamlegra hluta, einsog við höfum séð í fréttum að undanförnu.
En hvers vegna þessi nafnleynd. því ekki að skrá IP tölu á einstakling við kaup á tölvu. Þannig geta menn ekki verið nafnlausir ábyrgðarlausir draugar. Auðvitað væri netverjum heimilt að skrifa sína pistla undir leyninöfnum en ef menn gerðust brotlegir þá væri á einfaldan hátt hægt að rekja vél að manni og gera menn ábyrga fyrir gjörðum sínu.
Vírusar og barnaníðingsháttur væri rekjanlegra og vonandi hægt að útrýma, ásamt öðrum viðbjóði og drasli sem er á netinu. Fólk myndi fylgjast með hvað sett væri á netið og fyrirtæki mydu setja sér starfreglur um hvað væri sett inná netið. þannig myndi ábyrgð aukast og drasl minnka. Verum til fyrirmyndar íslendingar og setjum okkur starfsreglu hér sem myndi bæta netheim sem og aðra heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
víst er kaffið gott
7.3.2007 | 13:38
hressir bætir kætir.
Jammi jammi jammi já,
Hressir bætir kætir.
Höf. ókunnur.
![]() |
Lítið gagn í kaffibollanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppgjör!
1.3.2007 | 12:07
Ég búinn að fara í gegnum allar breytingar á Windows frá útgáfu 1.0. Í fyrsta skiptið hef ég ekki sett mig inní breytingarnar á Windows stýrikerfinu sem kemur út í Vista. Áður en útgáfa 1.0 af Windows kom út fylgdist ég með hvort yrði ofaná DOS eða IBM.
DOS var að mestu diska stjórnun. Síðan kom Windows með einfalt glugga notendaviðmót og síðan með fjölvinnslu.
Í gegnum tíðina hefur barátta staðið um hvort gögn og vinnsla eigi að vera miðlæg eða á hverri vél fyrir sig. Niðurstaðan er bland af hvoru tveggja eftir stærð og umfangi hvers og eins notanda. Þar lagar markaðurinn sig að aðstæðum.
Nokkur stýrikerfi hafa verið í boði svo og mismunandi vélbúnaður. Kostur Windows hefur alltaf verið möguleikinn á að keyra á PC-vélum sem aðrir framleiða. Í þau skipti sem ég hef uppfært yfir í nýja Windows útgáfu hefur ég þurft einsog aðrir að uppfæra stýrikerfið til að laga galla, svo ég tali nú ekki um vírus varnir.
Makka umhverfið hefur alla tíð haft sýna sérstöðu og mun færri rekstrar vandamál. Núna er hægt að fá Makka með Windows XP umhverfi þannig að Makkinn brúar bil tveggja heima.
Aftur móti hefur Office pakkinn frá Microsoft haft sterka markaðsstöðu, en þann pakka er líka hægt að fá fyrir Makka.
Mér sýnist Microsoft vera að loka notendur af í sýnu umhverfi en Apple vera að opna leiðir fyrir notandann svo og auðvelda notkun og tengingar við jaðartæki.
Niðurstaðan er: ég kaupi Mac. !!! Bæ Bæ Gates i'm gong to Jobs!
![]() |
Vista sagt hamla skilvirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heiðmerkurljóð
1.3.2007 | 09:35
Ég fékk þetta sent og deili með ykkur.
Ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta drápu eða ljóð!.
Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furu
Kópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurróma
Reykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggja
Dólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"
Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænar
Það frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommúnista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kæru lista
Engra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginn
Skelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi
Höfundur ókunnur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svifryksmengun.
27.2.2007 | 13:01
![]() |
Dregið hefur úr svifryksmengun í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)