Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en ríkissjóðs.

anddyri1Núna neyðast sjálfstæðismenn til að taka til hendinni og greiða niður skuldir R-listans borgarsjóði. Við það verða þeir ekki eins vinsælir og bruðlararnir sem kaupa sér vinsældir á kostnað okkar skattborgaranna. Ég fór að leita á netinu að reikningum Reykjavíkurborgar og í fjárlögum Ríkisins. Af síðasta reikning Reykjavíkurborgar 2005 voru nettóskuldir borgarinnar komnar í 97,5 milljarða. Ég fann ekki reikninga borgarinnar frá 1994 en mig minnir að skuldir Reykjavíkurborgar hafi verið um 4 milljarðar þegar R-listinn tók við. Samkvæmt fjárlögum 2005 er nettóstaða skulda ríkissjóðs neikvæð um tæpa 9 milljarða (en er samkvæmt fjárlögum 2007 jákvæð um nærri 28 milljarða). Samkvæmt þessu eru Nettóskuldir Reykjavíkurborgar 2005 10x meiri en nettóskuldir ríkissjóðs. Það verður skelfilegt þegar fólkið sem kemur úr borgarumhverfinu í ríkisstjórn getur haldið áfram með bruðlið. Miðað við að þau hafi á 20 árum tuttugufaldað skuldir Reykjavíkur þá munu grílljónirnar fjúka úr ríkissjóði. Versta við þetta allt er að fólki er skítsama um skuldir sveitarsjóðs eða ríkis. Það er ekkert að tengja sig og sýna afkomu við þær skuldir. Vandamálið er að þær eru nátengdar launaumslagi fólks. Ég spái feitum loforðalistum vinstriflokkanna fyrir komandi kosningar ef þeir koma sér þá saman um nokkurn skapaðan hlut.
mbl.is Reykjavíkurborg stefnir að því að greiða niður langtímaskuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Já það mun eflaust ekki vanta loforðalistann og orðaflauminn hjá vinstri mönnum til að slá um sig.  Vonandi að fólk fari nú að átta sig á því að í flestum tilfellum eru þetta orðin tóm.  Gott dæmi þetta með fjárhagsstöðu borgarinnar....það er eins og fyrrvernandi borgarmeirihluti hafi ekki haft hundsvit á fjármálum því ekki var svo mikið um framkvæmdir hjá þeim, nema kannski pota niður listaverkum hér og þar!

Vilborg G. Hansen, 20.3.2007 kl. 17:16

2 identicon

Ef þú vilt að gáfað og skemmtilegt fólk kommenti á bloggið þitt, þá verðurðu að gjörasvovel og hætta þessum helvítis íhaldsáróðri.

Tóta p. (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Æi ég veit þú ert sammála mér. Hefur mikla aðdáun á öllum ekta hrokafullum kapítalistum. Þú ert svona laumu-íhald en vilt að elítan sem eltir þig haldi að þú sért kommi.

Svanur Guðmundsson, 21.3.2007 kl. 00:23

4 identicon

Úff, þar komst upp um mig!

Tóta p. (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband