Vestfjarðavandinn!
14.3.2007 | 10:57
Eftir fréttir síðustu daga af Vestfjarðavandanum fallast manni hendur. Enn og aftur kemur roka að vestan sem segir að núna verði aðrir að koma með lausnir og peninga.
Það eigi bara að gefa aftur og byrja uppá nýtt. Ég bara spyr myndi það breyta einhverju. Ég held ekki.
Þar sem ég þekkti töluvert til rekstrar fyrirtækis á svæðinu langar mig að taka saman nokkrar staðreyndir um svæðið.
Á svæðinu býr harðduglegt fólk.
Gjöful fiskimið eru útaf Vestfjörðum.
Mikil sérþekking er á svæðinu á sjávarútvegi og tengdum greinum.
Allir bæirnir utan einn eru fámennir og afskekktir.
Meirihluti vinnuafls er erlendur og erfitt að fá fólk til vinnu í sjávarútvegi.
Kvótinn var að stærstum hluta seldur af svæðinu vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja.
Aðföng eru dýr og flutningskostnaður mikill. Einnig getur verið ótryggt að fá aðföng.
Meirihluti Vestfirðinga myndi flytja af svæðinu gætu þeir selt eignirnar sínar.
Meirihluti brottfluttra Ísfirðinga segir að kvótakerfið sé ekki ástæða þess að það flutti í burtu.
Þjónusta, menntunartækifæri og atvinnutækifæri er of takmörkuð og kostnaðarsöm.
Málið er að sama ástand er víðar á landinu, einsog á Norð-Austur horninu og á öðrum einstökum stöðum. Það þýðir ekkert að koma með enn eina Vestfjarðaaðstoðina. Það gerir ekkert annað en að skemma möguleika fólks á að bjarga sér sjálft. Vestfirðingar verða sjálfir að koma með lausn á vandamálinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Athugasemdir
Það er deginum ljósara Svanur að lykillinn að því að snúa þessari öfugþróun við er að veita þessum byggðum á ný rétt til sjósóknar.
Ísafjörður er miðstöð Vestfjarða og Þegar það dregur úr útstöðvunum þá kemur það niður að lokum á Ísafirði og að lokum mun þetta koma niður á Höfuðborgarsvæðinu.
Sigurjón Þórðarson, 14.3.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.