Sorgir sameignar
8.2.2021 | 14:43
Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið.
Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, Lög um stjórn fiskveiða, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi.
Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar:
Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.
Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá.
Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum.
Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi!
Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti.
Ráðherrar, jafnvel þeir með réttlátt pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök.
Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt réttláta pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin réttláta pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins.
Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur.
Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur.
Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rangfærslur Fréttastofu ríkisins
8.2.2021 | 14:39
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola.
Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga.
Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja.
Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt.
Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu.
Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seljan og Samherji
12.8.2020 | 16:49
Nú virðist sem myndin sé að skýrast.
Það hefur áður komið fram í rannsókninni hjá Seðlabanka að þeir gerðu mistök í útreikningum þar sem ekki var verið að vinna með vegið meðaltal. Önnur algeng mistök sem menn gera er að bera saman skilaverð hingað heim og söluverð á markaði hinsvegar. Þegar fiskur er seldur á erlenda markaði geta verð sveiflast mikið og sérstaklega á þýskalandsmarkaði með karfa. Er sá markaður viðkvæmur fyrir magninu sem kemur inn á hann og ef lítið framboð berst inná markaðinn frá Íslandi, Noregi, Færeyjum og fleiri löndum þá geta verð oft á tíðum verið mjög há á litlu magni. Getur sá verðmunur verið tífaldur á milli vikna. Ef menn gæta sín ekki í því að taka tillits til þess magns sem verið er að fjalla um í þessum viðskiptum og kostnaðar við söluna geta menn komist að rangri niðurstöðu.
það virðist sem Helgi Seljan hafi því miður gert það og slegið upp einhverju stóru sem ekki var. Verðlagsstofa vísaði þessu máli til úrskurðarnefndar og þar sáu menn ekkert að málinu að ég best veit. Ekkert var ákært eða frekar gert með þessar upplýsingar. Helgi gerði einfaldlega mistök.
Það er töluverður munur á skýrslu og tölugögnum sem menn eru að vinna með. Skýrsla hefði verið ritrýnd og farið yfir af Verðslagsstofu og fengið þar málsnúmer. Augljóslega eru til gögn sem lágu fyrir og starfsmenn stöðugt að vinna með. Þessar tölur hefur Helgi komist í og unnið með á sinn hátt einsog frægt er orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verjum Bláa hagkerfið
30.3.2020 | 14:38
Alþjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að hafinu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar.
Það getur margt reynt á þolrif þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi í dag. Ekki einungis þurfa menn að fást við vandasaman rekstur, óblíð náttúruöfl og ótrygga markaði heldur ekki síður andsnúna og villandi umræðu hér heima við. Þannig virðast margir finna útgerðinni það helst til foráttu að hún er þrátt fyrir allt rekin með hagnaði. Eins ótrúlegt og það er, virðist það helsta vandamál sjávarútvegsins í hugum sumra. Umræðan virðist þannig lituð af fordómum og öfund og er það með ólíkindum þegar horft er til þess hve farsællega hefur gengið að breyta sjávarútveginum í vel rekin atvinnuveg sem beitir nýjustu tækni við að nýta viðkvæma náttúruauðlind án þess að ógna eða raska henni. Þannig höfum við reynst öðrum þjóðum góð fyrirmynd.
Auðlindastýring og endurgjald
Flestum má vera ljóst að samfélagsleg ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja er að mörgu leyti meiri en gengur og gerist í atvinnulífinu en margar byggðir reiða sig á veiðar og vinnslu. Þá er framleiðni vinnuafls og laun betri en víðast annars staðar. Þrátt fyrir það greiðir sjávarútvegurinn auðlindagjald, ein starfsgreina á Íslandi. Á meðan eru margar aðrar starfsgreinar að nýta sameiginlegar náttúruauðlindir án þess að greiða fyrir. Þar er forvitnilegt að horfa til ríkisfyrirtækja sem mörg hver virðast rekin án afskipta ríkisins og skammta sér og sínum laun. Um leið ráða þau sjálf verðlagningunni á þjónustunni og borga ekkert fyrir aðganginn. Er ég þar að tala um Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur.
Það sem er sameiginlegt með sjávarútvegi og orkufyrirtækjum að þau nýta auðlindir landsins. Orkufyrirtækin nota vatnið sem fellur á landið en útgerðin það sem syndir í sjónum. Hvorutveggja er takmörkuð auðlind sem er nýtt með miklum og dýrum aflvélum á sjó eða grafin í fjöll. Nýtingin er hámörkuð á hverjum tíma með reiknilíkönum sem taka tillit til notkunar yfir árið og í samræmi við markaðsástand hverju sinni. Fjárfesting í búnaði er gríðarleg og afskrifast á löngum tíma og því þarf langtímaáætlannagerð og -nýtingu um þann búnað. Skyndilegar breytingar á rekstrarumhverfi eru hættulegar, bæði fyrirtækjum og samfélögum sem þau starfa í.
Ýmsir óábyrgir aðilar hafa bligðunarlaust kallað eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og vilja umbylta því. Breytingar á umhverfi þessara fyrirtækja gerast á löngum tíma og snöggar breytingar á rekstrarumhverfi eru kostnaðarsamar og til tjóns fyrir atvinnugreinar, svo og fólkið sem þar vinnur.
Það væri óskandi að við Íslendingar gætum tekið höndum saman um að horfa á jákvæðu hliðar þess sem við höfum náð að gera í okkar gjöfula en erfiða landi og þá sérstaklega í orkuvinnslu og innan sjávarútvegs. Staðreyndin er sú að það eru fáar ef nokkrar þjóðir með eins þróaðan sjávarútveg og við hér á landi. Tæknifyrirtæki, sem selja búnað sem hannaður hefur verið fyrir íslenska fiskvinnslu, selja þennan búnað í matvælavinnslu út um allan heim. Íslenskir sjómenn eru eftirsóttir og veiðafæratækni okkar eru notuð meðal flestra þjóða sem stunda veiðar með afkastamiklum skipum.
Bláa hagkerfið
Staðreyndin er sú að tugir þjóða, sem hafa aðgang að fiskimiðum, eru ýmist ekki að nýta sínar auðlindir eða arðræna þær með ofnýtingu. Heildarveiði þjóða heims er um 80 milljónir tonna á ári og hefur svo verið síðastliðin 30 ár. 70% veiða eru stjórnlausar. Þróunarþjóðir veiða um 75% af heimsaflanum (2015). Við teljumst eðlilega vera þróuð þjóð og getum miðlað okkar þekkingu til þjóða sem skemmra eru á vegi staddar á sviði sjávarútvegs, svo og annar staðar þar sem við höfum náð góðum árangri, eins og í orkuvinnslu. Hér á landi höfum við búið til forskrift að kerfi sem ætti að geta nýst öðrum þjóðum. Alþjóðasamfélagið er í auknum mæli farið að beina sjónum að hafinu og vistkerfi þess og þar stöndum við öðrum þjóðum framar. Eigum við ekki að beina kröftum okkar að því að vekja upp áhuga alþjóðastofnana og annarra ríkja að því sem við höfum gert hér með fiskveiðistjórnunarkerfi okkar þar sem áhersla hefur aukist á Bláa hagkerfinu og heimsmarkmiði #14.
Í stað þess að reyna að breyta því sem ekki þarf að breyta gætum við einbeitt okkur að því að veita þjóðum aðstoð á þeim sviðum sem við höfum náð árangri en það er auðlindastýring. Þar er ég kominn að kjarna málsins. Í stað þessa að eyðileggja það sem í lagi hér á landi eigum við að hætta að hlusta úrtöluraddir þeirra sem þjást af hugsjónaörbyggð og þess í stað sækja á ný mið. Þannig getum við unnið að því að styðja við þau heimsmarkmiðum sem við höfum skrifað undir og eigum að efla.
Þannig byggjum við betri jörð.
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfissins.
Grein birt í Morgunblaðinu 25 mars 2020
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minnispunktar um Orkupakka 3 - Hvað hefur verið gert
29.3.2019 | 19:30
Helstu atriði frá Utanríkisráðuneyti vegna 3ja Orkupakkans Um sameiginlegan skilning um gildi þriðja orkupakkans.
Lagabreytingin:
Álit Stefáns Más Stefánssonar og Skúla Magnússonar:
Umsókn um að vera á PCI lista dregin til baka | 29 mars 2019 Helstu atriði:
Sameiginlegur skilningur um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku) Stjórnskipunarvandinn Stefán Már Stefánsson prófessor vann ásamt Friðriki Árna Friðrikssyni Hirst álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB og EFTA vegna þriðja orkupakka ESB. Úr Fréttatilkynningu Utanríksiráðuneytis og Atvinnumálaráðauneytis frá 22 mars. Á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna 20. mars sl. var ákveðið að draga til baka umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink inn á fjórða PCI-listann (e. Projects of Common Interest). Hefur erindi þess efnis þegar verið sent. Samantekið 29 mars 2019 Svanur Guðmundsson |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslenskur sjávarútvegur
28.5.2015 | 13:10
Í dag heyrast kröfur frá háværum hópi sem vill stærri hluta af afkomu sjávarútvegsins í sameiginlega sjóði. Þessi hópur vill hærri auðlindagjöld, hærri skatta og uppboð á veiðiheimildum. Að öðrum kosti verði ekki sátt um sjávarútveginn.
Þetta eru ósköp eðlileg sjónarmið en það gleymist gjarnan í þessari umræðu að þegar kvótakerfinu var komið á, vildu fáir sem þar störfuðu kvóta á veiðarnar. Enn færri höfðu lausn á þeim vanda sem sjávarútvegurinn stóð frammi fyrir á þeim tíma. Útgerðarfélögum var skammtað hvað mikið mátti veiða af hverri tegund og fengu á sig sektir ef farið var framúr í veiðum. Aflinn, sem var til skiptanna, var mun minna en afkastageta flotans sagði til um.
Á þessum tíma blasti ekkert annað við en mikil fækkun skipa og sjómanna. Vinnsla í landi dróst saman með fækkun fiskvinnslufólks. Margar sársaukafullar ákvarðanir voru teknar um sölu skipa og lokun vinnslustöðva. Fyrirtæki sameinuðust og reyndu að leita leiða til að lifa af niðurskurðinn.
Eftir nokkurra ára hagræðingaferil fór að rofa til í rekstri. Kvóti og bátar hækkuðu í verði og urðu söluverðmæti. Smám saman fór útgerð hér við land að skila arði og eigendur gátu notið afrakstursins eða fjárfest í rekstrinum til að bæta hann. Nokkuð sem menn vissu varla hvað var á árunum áður. Fjárfest var í betri skipum og tækni sem leiddi til enn betri afkomu. Þetta hafði margvíslegar jákvæðar afleiðingar. Ein stærsta breytingin er að við höfum nú fengið þrjú ár þar sem enginn íslenskur sjómaður hefur farist á sjó. Á árunum 1971 til 1980 fórust 203 sjómenn við veiðar.
Norskir sjómenn hálfdrættingar á við íslenska
Nú greiða sjávarútvegsfyrirtæki háa skatta til samfélagsins og að auki auðlindaskatta sem aðrar greinar bera ekki. Aðrar þjóðir eru farnar að horfa til þess hvernig íslenskur sjávarútvegur er rekinn og hvernig við höfum náð að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt. Árið 2012 var Ísland í 18. sæti á listanum yfir stærstu fisksveiðiþjóðir heims. Á Eurostat, upplýsingasíðu Evrópusambandsins, sést að það eru aðeins Norðmenn sem veiða meira en við í magni. Samtals veiða Íslendingar ásamt Norðmönnum sem svarar 70% af öllum afla Evrópusambandsins. Ekki er auðvelt að finna hve margir vinna við sjómennsku í þessum löndum en í Noregi starfa 11.577 sjómenn og hver sjómaður dregur 167 tonn að landi á ári. Íslenskur sjómaður kemur með 364 tonn á landi á ári eða rúmlega tvöfalt meira en norski sjómaðurinn. Það er von að mörgum í útgerðinni finnist þeir vera í sporum litlu gulu hænunnar sem sáði korni og gat bakað úr því brauð. Enginn vildi hjálpa til en þegar brauðið var tilbúið þá vildu allir borða brauðið. Þá sagði litla gula hænan. Nei, nú get ég.
Hafnfirðingar segja Pass.
1.4.2007 | 20:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég skora á ferðaþjónustuna!
29.3.2007 | 17:58
að hún kynni sér hugmyndir mínar um sportveiðar á hval.
http://svanur.blog.is/blog/svanur/entry/153247/
![]() |
Skora á stjórnvöld að hætta hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er hægt að dæma fyrir heimsku?
29.3.2007 | 17:34
![]() |
Verjandi Jóns Geralds: Fráleit og galin staða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skaðabætur til hluthafa!
28.3.2007 | 13:38
Það kæmi mér ekki á óvart að þeir sem keyptu í Baug á sínum tíma fari í skaðabótamál við Baug þar sem forsendur fyrir útboði félagsins á hlutabréfa markaðinn. Kröfur hluthafa ættu að vera góðar og gildar verði sakfelling í Baugsmálinu.
Kröfurnar ættu að vera varðar í lögum nr 14/1905 um lög um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Í 7.gr segir 7. gr. Ef skuldari dregur sviksamlega dul á, eða vanrækir að skýra frá atvikum, er krafan byggist á, eða valda því, að hún verður gjaldkræf, og skuldaranum bar skylda til að segja frá, þá fyrnist skuldin ekki, hvað sem öðru líður, fyrr en 4 ár eru liðin frá þeim degi, er kröfueigandinn fékk vitneskju um þessi atvik, eða eitt ár er liðið frá dánardegi skuldunauts.
Það verður spennandi að sjá hvort bankar og verðbréfafyrirtæki sem sáu um útboðið taki málið upp og sæki rétt hluthafanna sem keyptu á sínum tíma.
![]() |
Segir refsiheimildir ekki fyrir hendi í hlutafélagalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)