Sjávarútvegfyrirtækin eru flest eldri en kvótakerfið

Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarúvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali.

aldur fyrirtækja í sjávarútvegi

Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Það eru átján fyrirtæki af þessum fimmtíu sem eru með skráða kennitölu eftir að framsalið var leift en voru til í annarri mynd fyrir þann tíma. Fyrirtæki eins og ÚA, Loðnuvinnslan, Samherji, Kristinn Jón og fleiri.

Hvar er kvótanum landað

Ef skoðað er staðsetning bolfiskkvótans eftir höfnum sem skipin eru skráð þá sést það á mynd 2.  Það væri áhugavert að bera saman hvar vægi annarra atvinnugreina er á landinu og bera saman við sjávarútveginn. Það verður að bíða betri tíma.

staðsetning kvóta eftir löndunarhöfnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband