Stærðir sjávarútvegsfyrirtækja og matvörumarkaðar 2020

Áhugavert er að skoða veltu matvörumarkaða og úthlutun veiðiheimilda til sjávarútvegsfyrirtækja þar sem umræða um samþjöppun í sjávarútvegi er talin vera áhyggjuefni. Minna hefur farið umræðu um stærðir fyrirtækja á matvörumarkaði.

Vel að merkja þá fara allar vörur sjávarútvegsfyrirtækja á erlendan markað en matvörumarkaðurinn hefur nær allar sínar tekjur af heimilum landsins. 

matvörumarkaður 2020

Græni reiturinn eru aðrir samkeppnisaðilar og er sláandi hvað sá græni er lítill í matvörunni þar sem þeir litlu er að slást við þá sex stóru sem ráða markaðnum.

sjávarútvegur 2020

Græni reiturinn hér er mun stærri. Aflaúthlutun til sex stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi er hlutfallslega minni en bara hlutdeild Haga á matvörumarkaði.

Er óhætt að segja að það sé töluvert minni samþjöppun í sjávarútvegi en á matvörumarkaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Kratinn hefur aldrei verið í vandræðum með að vera á móti kvótakerfinu og að þeir eigi að borga meira í öðru kerfi sem á að taka við. En þá þverr yfirleitt mælskan og krata vitið þegar á að reikna eitthvað handfast.

Halldór Jónsson, 19.2.2022 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband