Breyttar áherslur!

Loksins, loksins segi ég bara. það var kominn tími til að taka til hendinni í fíkniefnaheiminum og handrukkarar eru einn angi þess. Ég hef sagt í mörg ár að það sé stríð í landinu sem er að drepa börnin okkar.
Dópið er allstaðar og ótrúlegur fjöldi fólks dregst inní eiturlyfjastríðið viljandi og óviljandi.
Það var löngu kominn tími til þess að taka á þessum vanda og ég vona að þetta sé aðeins upphafið að miklu meira. Ég óska Jóhanni til hamingju með nýja starfið og lögreglumönnum sem núna fá tækifæri til að taka á málum einsog menn.
mbl.is Ruðst inn á harðsvíraða handrukkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var glæsileg og greinilega vel heppnuð rssía á Suðurnesjunum. Mér sýnist ekki veita af svona rassíu á Akureyri miðað við ástandið þar. Skilst að það sé nánast verst á landinu.

Stefán 

Stefán (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Kanski þarf skipulagsbreytingu á lögreglunni á Akureyri svo hún geti líka gripið til svipaðra aðgerða á Akureyri. Þegar gripið er til aðgerða á einum stað flæmast rotturnar eitthvað annað og þær þarf að elta uppi svo hægt sé að eyða þeim. Ég vona svo sannarlega að það verði gert. Þegar lögreglan um allt land fer og fær að bretta upp ermar og flæma út þessar rottur, þá munu borgararnir koma og hjálpa þeim. Loksins, loksins.

Svanur Guðmundsson, 14.3.2007 kl. 09:55

3 identicon

Þó auðvitað sé gott að fíkniefnasalar og handrukkarar fái að finna fyrir löggunni við og við er þetta þó eilítið kómískt því þessu er stillt upp sem miklum sigri sem það er auðvitað ekki. Ég óska lögreglunni til hamingju með þetta en staðreyndin er auðvitað sú að eftir örfáar vikur eða mánuði verður sama staðan upp og var áður en þeir réðust í þessa aðgerð, því miður.

KK (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:07

4 identicon

Hættan vid thetta er su ad eftirspurn aukist med minnkandi frambodi sem aftur thydi hækkandi vøruverd og fleiri smaglæpi til fjarmøgnunar.  Thad væri til bota ef rikid sæi um ad skaffa theim sem illa eru haldnir, efnin thegar til kastanna kemur.   Thad hefur verid sannreynt af godu erlendis.

Gudjon

Gudjon (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband