Uppgjör!

Ég búinn að fara í gegnum allar breytingar á Windows frá útgáfu 1.0. Í fyrsta skiptið hef ég ekki sett mig inní breytingarnar á Windows stýrikerfinu sem kemur út í Vista. Áður en útgáfa 1.0 af Windows kom út fylgdist ég með hvort yrði ofaná DOS eða IBM.
DOS var að mestu diska stjórnun. Síðan kom Windows með einfalt glugga notendaviðmót og síðan með fjölvinnslu.

Í gegnum tíðina hefur barátta staðið um hvort gögn og vinnsla eigi að vera miðlæg eða á hverri vél fyrir sig. Niðurstaðan er bland af hvoru tveggja eftir stærð og umfangi hvers og eins notanda. Þar lagar markaðurinn sig að aðstæðum.

Nokkur stýrikerfi hafa verið í boði svo og mismunandi vélbúnaður. Kostur Windows hefur alltaf verið möguleikinn á að keyra á PC-vélum sem aðrir framleiða. Í þau skipti sem ég hef uppfært yfir í nýja Windows útgáfu hefur ég þurft einsog aðrir að uppfæra stýrikerfið til að laga galla, svo ég tali nú ekki um vírus varnir.

Makka umhverfið hefur alla tíð haft sýna sérstöðu og mun færri rekstrar vandamál. Núna er hægt að fá Makka með Windows XP umhverfi þannig að Makkinn brúar bil tveggja heima.
Aftur móti hefur Office pakkinn frá Microsoft haft sterka markaðsstöðu, en þann pakka er líka hægt að fá fyrir Makka.

Mér sýnist Microsoft vera að loka notendur af í sýnu umhverfi en Apple vera að opna leiðir fyrir notandann svo og auðvelda notkun og tengingar við jaðartæki.

Niðurstaðan er: ég kaupi Mac. !!! Bæ Bæ Gates i'm gong to Jobs!


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband