Heiðmerkurljóð

Ég fékk þetta sent og deili með ykkur.
Ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta drápu eða ljóð!.

Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furu
Kópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurróma
Reykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggja
Dólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"
Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænar
Það frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommúnista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kæru lista
Engra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginn
Skelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi

Höfundur ókunnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband