Svifryksmengun.

þetta er flott orð yfir drullu og ryk. Borgaryfirvöld eru með alla sópa ónotaða og segjast ekki geta notað þá. Ástæðan er að það þarf að bleyta í rykinu svo hægt sé að sópa göturnar. Við það frjósi vatnið og göturnar verða hálar. þess vegna geti þeir ekki sópað göturnar. Hvaða rugl er þetta. Er ekki betra að hafa smá klaka frekar en þennan mökk sem leggst á alla bíla og berst inn í hús. Svo ekki sé talað um okkur sem öndum drullunni að okkur og fáum þetta í fötin. Bílar, hús og menn verða drulluskítug eftir einn dag í borginni. Þeir sem um borgina aka sjá að það eru drullukantar meðfram öllum götum. þegar ekið er útvið kanta þá þyrlast rykið upp. Menn geta efnagreint þetta og skammast útí nagladekk en gera ekkert til að laga hlutina. Það sem þarf að gera er að sópa göturnar. Notið saltpækil á sópana, þá frýs vatnið síður. Einnig getur borgin örugglega notað betri efni í vegina. En til að bjarga hlutunum núna þá segi ég og skrifa. Sópið upp drulluna!!!!
mbl.is Dregið hefur úr svifryksmengun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband